„Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar til að uppræta svarta atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu, m.a. tengda skammtímaleigu og erlendu vinnuafli?“
Þannig er spurningar sem Albertína Friðbjörg Elíasdóttir lagði fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Hún svaraði nokkuð ítarlega með svarta atvinnustarsemi, en hvað varðar erlent vinnuafl virðist ráðherann halda að það sé hér einungis á vegum erlendra atvinnurekenda.
Eina sem ráðherrann svarar um seinni lið spurningarinnar er rýrt í roðinu, er nánast eitt stórt pass.
„Þá var einnig samþykkt á vorþingi frumvarp félagsmálaráðherra um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Markmið frumvarpsins er að veita íslenskum stjórnvöldum betri yfirsýn yfir stöðu á innlendum vinnumarkaði að því er varðar starfsemi erlendra þjónustuveitenda, og að styrkja eftirlit á vinnumarkaði til þess að tryggja að laun og önnur starfskjör erlendra starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands á vegum erlendra fyrirtækja séu í samræmi við lög og gildandi kjarasamninga.“
Ekki er mikil von til að tekið verði á vinnumansali meðan viðhorfin eru þessa eðlis.