Fréttir

Ráðherrann hringdi í lögreglustjórann á aðfangadag

By Gunnar Smári Egilsson

February 23, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Hvað var ég að heyra í fréttum? Hringdi Áslaug Arna dómsmálaráðherra tvisvar í lögreglustjórann á aðfangadag til að spyrjast fyrir um afskipti löggunnar af Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni xD, kvöldið áður? Og er hún að halda því fram að þetta hafi verið venjubundin upplýsingaöflun ráðherra, svona yfirferð yfir dagbók lögreglunnar?