Grein
Svandís, Mummi og Bjarkey vilja ekki vera með í starfsstjórninni. Gengu þar með gegn vilja Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Í fyrrakvöld var sent út myndbrot þar sem Svandís pakkaði saman sínu dóti og sagði þá að frá og með þeirri stund væru þau þrjú ekki ráðherrar, heldur aðeins óbreyttir þingmenn. Hallelúja.
Næst sást til þeirra daginn eftir mæta á fund með Bjarna Ben og öllum hinum. Eftirtektarvert var að þau þrjú komu öll hvert í sínum ráðherrabíl þar sem einkabílstjórar óku glæsikerrunum. Kjánalegt.
Björgunarsund Svandísar gengur ekki vel. Sem stendur má gera ráð fyrir að Vinstri græn séu að syngja sitt síðasta. Ef ekki þurfa að verða ákveðnar breytingar og það sem fyrst.
-sme