Ráðherra vísinda hafnar vísindum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra vísinda, fer fremst í flokki þeirra sem hafna vísindum. Hið minnsta þegar kemur að vörnum vegna Covid. Andstaða ráðherra Sjálfstæðisflokksins verður stöðugt meiri.
Ráðherrarnir voru ekki eins hvassir, og þeir eru núna, þegar Svandís Svavarsdóttir var heilbrigðisráðherra. Willum Þór er veikari fyrir. Svo veikur að hann segist hringja hvern dag í Þórólf um hvort hann megi verði við kröfum ráðherra Sjálfstæðisflokksins um afnam sóttvarna.
Hvernig ætli þetta endi? Lifir ríkisstjórnin af afneitun vísindaráðherrans og hennar liðs?