- Advertisement -

Ráðherra vísar fátækum á neyðarsímann

„Eins og ég var að byrja á að segja í fyrra svari er félagsmálaráðuneytið með starfandi sérstakt viðbragðsteymi, m.a. í samstarfi við Rauða krossinn, 1717. Þangað geta allir leitað. Það geta allir hringt í 1717, það geta allir sent inn erindi, líka þeir sem ekki eiga fyrir fæði eða húsnæði eða hvernig sem það er,“ sagði Ásmundu Einar Daðason félagsmálaráðherra á Alþingi í dag.

Þetta sagði ráðherrann vegna fyrirspurnar frá Guðmundi Inga Kristinssyni. Hann beindi sem  sagt orðum sínum til Ásmundar Einars:

„Gengið er fallið, matarverð hækkar og hann svarar ekki. Hann svarar engu um það hvað hann ætlar að gera fyrir öryrkja, eldri borgara sem eru í þeirri aðstöðu og atvinnulausa sem eiga ekki fyrir mat núna. Hjálparstofnanir eins og Fjölskylduhjálp Íslands geta ekki einu sinni úthlutað til þeirra.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Guðmundur Ingi er ekki bjartsýnn á að gagn verði af ráðherranum: „Hann ætlar greinilega ekkert að gera fyrir þetta fólk. Á það bara að herða sultarólina? Er ekkert verið að pæla í því hvernig fólk á að eiga fyrir mat? Fólk sem átti fyrir mat fyrstu viku mánaðarins fyrir Covid á það ekki núna. Það fólk þarf að fara beint til hjálparstofnana. Það er spurning hvort fólk ætti að fara í röð eftir mataraðstoð fyrir utan félags- og barnamálaráðuneyti. Hvert á fólk að fara? Hvað ætlið þið að gera?“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: