- Advertisement -

Ráðherra þakkar sér það sem ekki er

Gunnar Smári skrifar:

Það er mikil þrá í samfélaginu eftir góðum fréttum og hún getur brenglað sýnina. Og þegar ríkisstjórnarflokkarnir komast að túlkuninni getur hún orðið enn vitlausari. Hér er sagt frá því að störfum fjölgi um 3.400 á átta vikum og sést hefur til ráðherra að þakka sér þessa þróun. En þarna fer saman vor og að ferðamenn eru teknir að koma til landsins. Til samanburðar þá fjölgaði störfum árið 2018, fyrir fall WOW og cóvid, um 11.200 á sama tíma.

Ef við berum saman apríl 2018 við apríl 2021 þá hafa 12.900 störf tapast og frá maí 2018 og til maí 2021 hafa 11.000 störf tapast. Tölur liggja ekki fyrir um fjölda starfa í júní, þótt í fréttinni sé vísað til þeirra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: