SAMFÉLAG Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skrifar, á Facebook, vegna ákvörðunar Kristjáns Loftssonar um að stunda ekki hvalveiðar á þessu ári.
Ráðherra skrifar: „Það er auðvitað þjóðhagslegt tap að missa af þessum tekjum sem útflutningur á hvalaafurðum hefur gefið okkur og auðvitað er það einnig tekjutap þeirra sem hafa unnið að hvalveiðum og vinnslu hjá Hval hf. bæði fyrir einstaklinga og samfélög. Það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir okkur sem sjávarútvegsþjóð að við höfum verið að nýta tvær hvalategundir með sjálfbærum hætti. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda þeim rétti okkar til streitu.“