Ráðherra segir fátækt eðlilega
Það er að hennar mati eðlilegt að lægsta tíundin lifi í fátækt.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, skrifar:
Umhugsunarvert, sér í lagi í ljósi þess sem sjálfstæðiskonan og ráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð sagði í fréttum kvöldsins. En skilja mátti á henni að þrátt fyrir að það væri óréttlátt þá væri samt eðlilegt að lægsta tíundin lifði við fátækt en ekki öflugt og mikið réttlæti.
Enda réttlæti sem væri samt ekki fátækt þar sem tekjulægstu tíundirnar hafi fengið meira hlutfallslega en tekjuhæstu. Eða til að setja þetta í samhengi þá er það óréttlátt en samt ekki að um 70% öryrkja eigi aldrei að eiga séns á að lifa af lífeyri sínum. Þetta hlutfallslega sem hún vísar í er í besta falli undarlegt.
Svo langar mig bara að bæta við að fólk sem á ekkert og nær aldrei endum saman, það lifir við stöðugleika ömurlegrar efnahagsstjórnar alla daga. Ég er enn að ná mér eftir þessa opinberun og orðin „ógeðslegt samfélag“ mér ofarlega í huga.
Heiðarlegt siðferði og samfélagsleg ábyrgð er sennilega eitthvað sem valdamikið, ríkt fólk á ekki til í sinni vitund. Við erum sem þjóð sem samfélag á afar vondum stað ef þetta rétt.