- Advertisement -

Ráðherra ræður engu um Klíníkina

- Óttarr undirbýr breytinggar á lögum. Staðan ekki í takt við sinn vilja.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi fyrir stundu að Alþingi hefði, á árinu 2007, tekið út úr lögum um heilbrigðisþjónustu að ráðuneyti þurfi að veita sérstakt starfsleyfi fyrir sjúkrastofnun.

„Mér þykir það bagalegt,“ sagði Óttarr heilbrigðisráðherra. „Það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram. Ég er því að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu til að skoða hvort við þurfum að beita okkur fyrir því að lögum verði breytt eða þau skýrð þegar að þessu kemur. Ég ítreka að það er hlutverk ráðuneytis míns að fara að lögum. Við getum ekki starfað öðruvísi. Lagatúlkun ráðuneytisins er ekki pólitísk heldur er hún túlkun á lögum eins og við sjáum best að þau standi.“

Það var Steingrímur J. Sigfússon sem spurði ráðherra. „Hefur það nokkru breytt um það sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum, að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið um kaup á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, þ.e. ekki gera samning um að þar verði sett á fót legudeild til allt að fimm daga og farið út í sérhæfðar skurðaðgerðir? Það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint. Er þetta mál að leka einhvern veginn niður eða var eitthvað annað á bakvið það en sagt var hér skýrt á dögunum?

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: