- Advertisement -

Ráðherra með óbragð í munni

Haraldur Johannessen býr yfir dýrmætum leyndarmálum. Hann er innmúraður og innvígður.

Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur bar að leiða erfitt mál til lykta. Haraldur Johannessen er innmúraður og innvígður. Því eru starfslok hans ekki bara starfslok. Flokkurinn er þátttakandi í málinu. Hann vill gera vel við sína. Á því byggist þetta allt saman. Vegna þeirra tryggðabanda sprakk síðasta ríkisstjórn.

Nú býr eitthvað undir. Haraldur sagði í einstöku Moggaviðtali í september: „Það er efni í sér­stakt viðtal ef til starfs­loka kem­ur vegna þess­ara ásak­ana. Það myndi kalla á annað og dýpra viðtal um það sem hef­ur gengið á á bak við tjöld­in,“ seg­ir Har­ald­ur Johannessen rík­is­lög­reglu­stjóri,“ sagði hann eftir að vera spurður hvort hann hafi sagt sitt síðasta orð.

Þarna er ódulin hótun og þeir hafa eflaust skilið sem eiga. Risavaxinn samningur Haraldar og Áslaugar Örnu er undirritaður. En segir Áslaug Arna um samninginn?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég veit þó og þekki að svona samningar eru umdeilanlegir og þessi er það líka. Að sama skapi tel ég að það eigi að vera undantekning en ekki regla að gera slíka samninga,“ sagði hún á Alþingi. Hún er greinilega ekki sátt með eigin gerðir. Er með óbragð í munni.

Þarna hitti Áslaug Arna naglann á höfuðið. Samningurinn er umdeilanlegur og hún hefur svo sem ekki bitið úr nálinni með samningnum.

Hitt er annað. Fáum við aldrei að vita hvaða leyndarmálum Haraldur býr yfir. Eigum við bara að borga og fáum ekki vita hvað er verið að kaupa.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: