- Advertisement -

Ráðherra hótar Akureyringum

„Ágreiningurinn um rekstur hjúkrunarheimila á Akureyri heldur áfram. Ríkið krefst þess af bænum að hann ábyrgist rekstur hjúkrunarheimilis í Lögmannshlíð sem stendur til að byggja, ellegar verði það ekki byggt. Bæjarstjórn stendur fast á kröfu sinni um að ríkið beri ábyrgð á rekstrinum, sem og öðrum hjúkrunarheimilum, sem bærinn hyggst hætta að koma að.“

Þetta er upphaf fréttar í Fréttablaðinu í dag. Deilt er um lögbundna ábyrgð ríkisins á rekstri hjúkrunarheimila. Nú er hótað. Þið ábyrgist reksturinn eða hafið verra af.

„Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segir ríkið setja þessi skilyrði í alla nýja samninga. Í yfirlýsingu bæjarráðs er ríkið því sagt mismuna íbúum, því ef sveitarfélög fallist ekki á að taka á sig reksturinn falli þjónustan niður,“ segir í fréttinni.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segir ríkið setja þessi skilyrði í alla nýja samninga. Í yfirlýsingu bæjarráðs er ríkið því sagt mismuna íbúum, því ef sveitarfélög fallist ekki á að taka á sig reksturinn falli þjónustan niður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þrátt fyrir allt segist Ásthildur bæjarstjóri vera bjartsýn:

„Ég er alveg sannfærð um að ráðherra vilji leysa þessi mál.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: