Ragnheiður Elín, ráðherra ferðamála: Flókið skattkerfið skapar vandamál
Ferðamál Ragnheiður Elín Árnadóttir ræddi um ferðamál á Sprengisandi á Bylgjunni. Hér er gripið í viðtali þar sem vitnað var til orða forstöðumanns rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, Edwards Hiujbnes, en hann sagði í sama þætti að skattleggja megi feraþjónustu mun meira en gert og hér séu skattar lægri en víða annarsstaðar.
Hann sagði komu milljón ferðamanna í landi þar sem búa rúmlega 300 þúsund íbúar geta haft mjög jákvæðar hliðar séu skattar notaðir, svo margir ferðamenn geti hreinlega fært okkur ótrúlegar breytingar.
Ragnheiður Elín er ekki sammála en talar um hversu miklar flækjur í virðisaukaskattskerfinu kalli á vandræði, sem hefur sannast nú, þegar skattsvik séu verulegt vandamál.