Sigurjón Magnús Egilsson:
Hér varð mér flökult. Keppa í meistaradeildum, í alvöru. Í hvaða greinum? Verðtryggingu? Framkvæmd kosninga? Aðgengi að dýrmætustu náttúruauðlindunum? Í heilbrigðismálum, kannski náum við langt í lengd biðlista?
Að venju les ég brot og brot úr löngum greinum til að athuga hvort ég eigi að verja tíma í lesturinn. Svo var með langa grein varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Greinin er í Mogga morgundagsins. Hér eru þau tvö brot sem ég las. Þau urðu til þess að ég kaus að lesa ekki meira. Það er komið meira en nóg af þessari þvælu:
„Ísland er í prýðilegri stöðu til þess að geta lagt margt gott og gagnlegt fram til lausnar helstu viðfangsefnum heimsbyggðarinnar um þessar mundir.“ Enn og aftur, Ísland fremst í heimi!
Og svo: „Til þess að nýta þessi tækifæri, og tryggja að Ísland verði áfram land mikilla tækifæra og lífsgæða, þurfum við ætíð að líta út, bera okkur saman við það besta og keppa í alþjóðlegum meistaradeildum.“
Hér varð mér flökult. Keppa í meistaradeildum, í alvöru. Í hvaða greinum? Verðtryggingu? Framkvæmd kosninga? Aðgengi að dýrmætustu náttúruauðlindunum? Í heilbrigðismálum, kannski náum við langt í lengd biðlista? Kommmon.
Þetta er hreint bull hjá ráðherranum. Óboðlegt.