- Advertisement -

Ráðamenn hafa verið stungnir svefnþorni

Einhver nefnd hefir sofið yfir málinu.

Ólafur Ísleifsson skrifar:

Ráðamenn sýnast hafa verið stungnir svefnþorni í jarðakaupamálinu sem er ekki nýtilkomið. Einhver nefnd hefir sofið yfir málinu en nú segist forsætisráðherra hafa falið sérfræðingi að vinna frumvarp. Er það vel. Margir vissu fyrir að landi verður hvorki jafnað við vöru eða þjónustu en gott að forsætisráðherra hafi áttað sig á því. Málið sýnist einfalt: Danskar reglur hafa reynst vel og njóta viðurkenningar. Tökum þær okkur til fyrirmyndar eins og Norðmenn hafa gert. Getum líka litið til sænskra reglna til hliðsjónar. Þetta mál má ekki bíða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: