- Advertisement -

Ráðalausir þingmenn leita til forsetans

„Er hefð fyrir þessu? Er þetta bara allt í lagi, forseti?

„Mig langar líka að spyrja hæstvirtan forseta um ráð. Hver er ábyrgð ráðherra þegar kemur að því að mæta fyrir fastanefndir Alþingis þegar beðið er um það. Mér finnst þetta svo furðulegt að ráðherrar geti bara trekk í trekk sagt: Nei, ég kemst ekki, er of upptekinn, ætla ekki að mæta,“ sagði Halldóra Mogensen á Alþingi í gær.

„Er hefð fyrir þessu? Er þetta bara allt í lagi, forseti? Ég spyr af því að ég átta mig ekki alveg á því hvert maður á að snúa sér í þessu máli. Það hlýtur að vera þannig að ef fastanefnd Alþingis biður ráðherra um að koma fyrir nefndina þá sé það í einhvers konar forgangi hjá ráðherra að koma fyrir nefndina. Við erum búin að eiga í erfiðleikum með heilbrigðisráðherra og líka félags- og barnamálaráðherra í risastórum málum sem mér finnst í raun og veru ótækt að hafi verið tekin út úr nefnd og séu komin núna í þriðju umræðu án þess að við höfum fengið að tala við ráðherra. Mér þætti vænt um að heyra frá forseta um hvað við eigum til bragðs að taka þegar ráðherrar koma svona fram,“ sagði Halldóra.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Löggjafar-, fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis verður styrkt á kjörtímabilinu með auknum stuðningi við nefndastarf og þingflokka.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: