- Advertisement -

Ráðalausir ráðherrar leita á náðir þingnefnda

„Það er eitthvað stórkostlega skrýtið við það á sama tíma og fjármálaráð er að segja að fjármálaáætlun sé sjálfbær. Það gengur einfaldlega ekki upp.“

Björn Leví Gunnarsson.

„Ég á í erfiðleikum með það hvernig störfin eru hérna innanhúss, hvernig ríkisstjórnin skilar verkum til þingsins, t.d. fjármálaáætlun. Nú kom álit fjármálaráðs og fjármálaráð var að kynna álit sitt fyrir fjárlaganefnd hérna um daginn og þar kemur fram að rekstur ríkissjóðs sé sjálfbær,“

„Ég klóra mér aðeins í hausnum yfir því, því ég sé vandamálin í heilbrigðiskerfinu, húsnæðismálunum, hjá Landhelgisgæslunni og í menntamálunum. Það virðast vera biðlistar alls staðar eða skortur á því að fólk fái þjónustu, NPA-samningarnir eru ekki alveg komnir — það er ekki búið að gera svo margt. Hvernig getur rekstur ríkisins þá verið sjálfbær? Jú, útskýringin er sú að ef þetta eru fjárheimildirnar sem verða settar í útgjöld og tekjur þá muni það ganga upp. En þar með er ekki sagt að þjónustan verði veitt, að lögbundin þjónusta skili sér til almennings,“ sagði Björn Leví.

„Fjármálaráð tekur ekki afstöðu gagnvart því hvort þjónustuhlutverk ríkisins séu uppfyllt eða ekki. Þar er engin sjálfbærni. Hérna koma síðan ráðherrarnir í röðum inn í fjárlaganefnd og segja: Ja, það er nú aðhaldskrafa hérna og það væri rosalega óheppilegt ef það myndi gerast og ég biðla til þingsins að redda því kannski. En þetta er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem hún kemur þá með vanfjármagnaða að mati ráðherranna sem biðja þingið um að redda því. Það er eitthvað stórkostlega skrýtið við það á sama tíma og fjármálaráð er að segja að fjármálaáætlun sé sjálfbær. Það gengur einfaldlega ekki upp.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: