Eina sem valdafólkið getur gert, er að skila hækkuninni sem það tók.
Gunnar Smári skrifar:
Þetta er eins og sena úr Humphrey Bogart-mynd, svona Sorry sweetie, but a have to kill you-móment. Auðvitað hefur góður hugur, kurteisi og skilningur á líðan annarra mikið gildi, en þetta á ekki alltaf við. Og alls ekki í dag þegar ráðafólkið treður vasa sína af almannafé á meðan tug þúsundir eru að missa vinnuna, fjölskyldur óttast að missa heimili sín og þau sem stjórnvöld skömmtuðu áður lífeyri sem dugði ekki fyrir mat nema til 25. hvers mánaðar sjá fram á að eiga nú aðeins fyrir mat fram á 20. dag mánaðarins.
Þá er það eina sem valdafólkið getur gert, að skila hækkuninni sem það tók (já, það tók hana, alveg sama hvað þau reyna að skýla sér á bak við aðra) og lækka laun sín, best væri ef það færi á hlutabætur, tækju aðeins 25% laun samkvæmt eldri kjörum en fengi síðan sömu uppbót og þau sem eru að taka á sig tekjufall vegna atvinnumissis. Það gerir fólk sem messar um að við séum öll á sama báti. Meðan ráðafólkið heldur sínum hækkuðu launum eru þau ekki í sama bát og aðrir landsmenn, þau eru í sínum einka bólstraða björgunarbát.