Leiðari Moggans fjallar um innrás Rússa í Úkraínu. Síðasti hluti leiðarans er svsona:
„Rússar kveinka sér og kvarta sáran. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gengur svo langt að nota orðið „lokalausn“ þegar hann talar um samstöðu Vesturlanda með Úkraínu líkt og þau ætli Rússum sama hlutskipti og nasistar gyðingum. Það er auðvitað fráleitt. Rússar réðust inn í Úkraínu með brjálæðislegum rökum, hafa farið þar fram með hrottafengnum hætti og hafa ekkert sér til málsbóta. Pútín er eins og innbrotsþjófur, sem ekki er nóg með að neiti að fara þegar innbrotið hefur mistekist, heldur vogar sér að kalla það ofsóknir þegar reynt er að koma honum út.“