Svandís Svavarsdóttir.

Fréttir

Prófessor gagnrýnir Svandísi harkalega

By Ritstjórn

April 29, 2021

Má þar nefna aðför að starf­semi sjálf­stætt starf­andi lækna, deil­ur um fjár­mögn­un hjúkr­un­ar­heim­ila…

„Þótt flest­ir telji að Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hafi kom­ist vel frá sínu starfi þá er staðreynd að sum­ar aðrar kon­ur í rík­is­stjórn henn­ar hafa lent und­ir smá­sjá fjöl­miðla vegna aðgerða sinna í mál­um sem aðallega tengj­ast dóms-, mennta- og heil­brigðismál­um,“ þannig skrifar Kristján Sigurðsson, pró­fess­or emeritus, fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir og sviðsstjóri á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins og Kvenna­deild Land­spít­ala, í Moggann í dag. Hann er lítt hrifinn af verkum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

„Grein­ar­höf­und­ur starfaði í ára­tugi inn­an heil­brigðisþjón­ust­unn­ar og hef­ur fylgst með afar um­deildri fram­göngu Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra á síðasta kjör­tíma­bili. Má þar nefna aðför að starf­semi sjálf­stætt starf­andi lækna, deil­ur um fjár­mögn­un hjúkr­un­ar­heim­ila, vist­un biðlista sjúk­linga í liðskiptaaðgerðir á er­lendri grundu, sótt­varn­ar­reglu­gerð sem ekki stóðst lög og fram­göngu henn­ar í mál­efn­um krabba­meins­leit­ar kvenna sem leiddi til dreifðrar stjórn­un­ar leit­ar sam­hliða útvistun grunn­rann­sókna leg­hálskrabba­meins­leit­ar til er­lendr­ar rann­sókn­ar­stofu. Ráðherra seg­ist hér fara að ráðum „bestu sér­fræðinga“ en hlust­ar ekki eft­ir ráðlegg­ing­um annarra sér­fróðra kunn­áttuaðila og huns­ar ábend­ing­ar fjöl­menns hóps kvenna sem stofnað hafa til fésbókarhópsins „Aðför að heilsu kvenna“.

Reynsla síðasta kjör­tíma­bils bend­ir þannig til að í kom­andi þing­kosn­ing­um skipti kyn ein­stakra fram­bjóðenda ekki öllu máli held­ur ættu kjós­end­ur frek­ar að byggja mat sitt á trú­verðug­leika ein­stakra fram­bjóðenda og mál­efna­legri stefnu stjórn­mála­flokk­anna.“

Í upphafi greinarinnar skrifaði Kristján um hlut kvenna í stórmálunum:

„Kon­ur eru nú tæp 40% þing­manna og 45% ráðherra. Þær eru nú í æ rík­ara mæli í fyrstu sæt­um í for­vali og próf­kjöri flokk­anna, sem bend­ir til þess að kon­ur verði mögu­lega í meiri­hluta þing­manna á næsta þingi. Það ber vissu­lega að fagna slíkri þróun ef satt reyn­ist að kon­ur hafi meira hyggju­vit en karl­ar sam­an­ber hinar oft til­nefndu „hag­sýnu hús­mæður“.“