- Advertisement -

Poppúlistar á Alþingi

Mörgum þingmönnum er mikið í mun að upplýsti verði um greiðslur til þingmanna, ekki síst að bornar verði saman akstursdagbækur þeirra við greiðslur frá Alþingi. Nokkrir þeirra þingmanna komu í ræðustól á Alþingi í gær. Umræðan heillaði ekki alla.

„Ég verð að segja að ég átta mig ekki alveg á þessari uppákomu undir þessum lið, fundarstjórn forseta, í þessu samhengi,“ sagði Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki.

Síðar sagði hann: „Þetta mál er í farvegi og markmiðið er að upplýsa þetta allt saman. Það er dæmigerð popúlista uppákoma, virðulegur forseti, í mínum huga að koma hér og eyða störfum þingsins í þetta, þegar verið er, af hálfu forseta þingsins og yfirstjórnar þingsins, að taka á þessu á málefnalegum grunni með það að markmiði að allar þessar upplýsingar verði upp á borði.“

Og svo sagði Jón: „Það hefur enginn þingmaður mælt á móti því. Við erum öll sammála um að það sé reynslan af þessu. Þessi óþarfauppákoma hér skilar engu meiru í hús í þeim efnum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: