- Advertisement -

Pólitískur afleikur Bjarna og Katrínar

Ég er búinn að reikna og reikna, en ég þori ekki að sýna niðurstöðurnar.

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar:

Því meira sem ég skoða sameiginlegt tilboð SA og ríkisstjórnarinnar því gáttaðri verð ég. Það er í reynd verið að bjóða fólki algjöra stöðnun í lífskjörum næstu þrjú árin. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar verður lengi í minnum haft sem stórkostlegur pólitískur afleikur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

(Ég er búinn að reikna og reikna, en ég þori ekki að sýna niðurstöðurnar. Held ég hljóti að hafa reiknað vitlaust, og reikna upp á nýtt en fæ sömu niðurstöðu. Ef markmiðið er ekki að æsa til uppþota hafa ráðherrarnir mislesið stöðuna stórkostlega.)

Hér er óbreytt færsla forsætisráðherra frá því í gær:

Katrín forsætisráðherra.

„Við kynntum í dag tillögur okkar um þriggja þrepa skattkerfi sem mun lækka skattbyrði á lægstu tekjuhópa um 80 þúsund krónur á ári. Þetta bætist ofan á þær viðbætur sem þegar eru komnar inn í barnabótakerfið en þegar þetta er lagt saman munu tekjulágar barnafjölskyldur hafa allt að 200 þúsund krónum meira úr að spila á ári.

Nýtt lægra þrep er ekki eina breytingin heldur afnemum við líka samnýtingu þrepa sem er mikilvæg jafnréttisaðgerð en meira en 90% af samnýtingu þrepa hefur hækkað ráðstöfunartekjur karla og einungis um 9% kvenna. Þá er lagt til að viðmiðin í skattkerfinu miðist við neysluvísitölu plús framleiðni. Slík samræming kemur í veg fyrir það skattaskrið sem hefur verið gagnrýnt á undanförnum árum. Breytingarnar í dag eru bæði jafnaðar- og jafnréttisbreytingar og færa skattkerfið í rétta átt.

Við undirbúning þessara tillagna voru áhrif þeirra greind á ólíka hópa. Niðurstaðan hjá okkur er að jákvæð áhrif séu mest á konur, ungt fólk, landsbyggð, öryrkjar, eldri borgarar og þá sem eru á leigumarkaði.

Við ræddum fleiri aðgerðir í dag. Við ætlum að lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði, tryggja félagslegar lausnir í húsnæðismálum og fara í alvöru aðgerðir gegn félagslegum undirboðum. Allt eru þetta mikilvægar samfélagslegar umbætur sem skipta allan almenning á Íslandi máli. Stjórnvöld munu halda áfram að vinna í þessa átt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: