- Advertisement -

Pólitískt skipaðir dómarar

Öryggisventillinn á Bessastöðum virkaði ekki heldur.

Jón Þór Ólafsson tók þátt í umræðunni um dómaravandann eftir dóm Mannréttindadómstólsins.

„Ráðherrar hafa ítrekað síðustu áratugi skipað dómara pólitískt og allir sem hafa fylgst með þjóðfélagsumræðunni hafa séð þennan bardaga eiga sér stað í samfélaginu. Við höfum að vísu verið á réttri vegferð síðustu ár þó að við séum ekki komin á leiðarenda, þ.e. að með lögum höfum við verið að ramma inn vald ráðherra með meira aðhaldi. Það er hæfisnefnd fyrir framan ráðherra um lausa varnagla, sem er gott. En ráðherra verður að rökstyðja þegar hann breytir og að það sé sá hæfasti sem hann ætlar að setja inn. Það var einmitt það sem við gagnrýndum að ráðherra gerði ekki í þessu tilfelli og hefur verið dæmd í héraðsdómi, Hæstarétti og Mannréttindadómstóli fyrir að hafa brotið lög hvað varðar þá rannsókn. En af því að ráðherra rannsakaði það ekki og rökstyður það ekki, þá getum við ekki vitað að ráðherra hafi farið að lögum við að skipa hæfustu dómarana. Já, þeir voru allir hæfir, en lögin segja að skipa eigi hæfustu dómarana og stjórnarskráin segir að skipa eigi dómara samkvæmt lögum.

En vegferðin er þessi og búið er að ramma þetta inn. Það dugði bara ekki. Hæfisnefndin var þarna fyrir framan, Alþingi fyrir aftan. Það dugði ekki. Öryggisventillinn á Bessastöðum virkaði ekki heldur. Sú lagaumgjörð sem við höfum dugði ekki til að koma í veg fyrir pólitískar skipanir dómara í þetta skiptið. En við erum á réttri vegferð, við skulum vona að við höldum henni áfram.“

Hér er ræða Jóns Þórs.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: