- Advertisement -

VG og Framsókn stöðvuðu Áslaugu Örnu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Framsókn og Vinstri græn stigu á tærnar á henni.

Samkvæmt frétt í Mogganum komu stuðningsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, Vinstri græn og Framsókn, í veg fyrir vilja Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og annarra flokksfélaga í Sjálfstæðisflokki í veg fyrir að netsala með áfengi verði leyfð.

„Í stjórn­ar­frum­varpi Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, sem lagt var fram á Alþingi í gær, er kveðið á um að smærri brugg­hús­um verði leyft að selja öl á framleiðslustað. Hins veg­ar er þar ekki veitt heim­ild til inn­lendr­ar net­versl­un­ar með vín í smá­sölu, líkt og upp­haf­leg drög frum­varps­ins gerðu ráð fyr­ir,“ segir í fréttinni.

„Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins má rekja þá breyt­ingu til and­stöðu sam­starfs­flokk­anna, bæði inn­an rík­is­stjórn­ar og þing­flokka. Málið velkt­ist mánuðum sam­an í rík­is­stjórn og var svo lengi á hægferð í gegn­um þing­flokka fram­sókn­ar­manna og vinstri grænna. Inn­an þeirra lagðist meiri­hlut­inn gegn inn­lendri net­versl­un með áfengi, þrátt fyr­ir að sú breyt­ing horfði fyrst og fremst til jafnr­ar stöðu inn­lendr­ar og er­lendr­ar net­versl­un­ar. Íslensk­ir neyt­end­ur geta þegar keypt áfengi í smá­sölu frá er­lend­um net­versl­un­um í skjóli Evr­ópu­reglna.“

Svo segir í fréttinni: „Hins veg­ar var mun víðtæk­ari stuðning­ur við að gera und­anþágu frá einka­leyfi Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins á smá­sölu áfeng­is hjá smærri brugg­hús­um, svo­nefnd­um hand­verks­brugg­hús­um, enda er frem­ur litið á það sem styrkt­araðgerð gagn­vart lands­byggðinni og ferðaþjón­ustu.

Frum­varpið virt­ist raun­ar njóta svo mik­illa vin­sælda meðal fram­sókn­ar­manna, að þeir lögðu fram eigið frum­varp þar að lút­andi á þriðju­dag, að efni og orðalagi merki­lega líkt stjórn­ar­frum­varpi Áslaug­ar Örnu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: