Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar: „Á sama tíma og alþingisfólk, háembættismenn og sveitarstjórnarfólk hækkar laun sín um 44% og þaðan af meira, þá telur þetta fólk enga ástæðu til að fólkið sem vinnur fyrir það hjá ríki eða bæ fái svipuð launakjör.“
Jón er ekki hættur: „Hvað þá heldur verkamaðurinn eða verslunarmaðurinn. Svo virðist sem pólitísk samstaða allra flokka sé um það að til skuli vera hálaunaaðall stjórnmálamanna og háembættismanna og öðru fólki komi það ekkert við og geti ekki og megi ekki miða laun sín við það fína fólk.“