Fréttir

„Pólitísk fjölbragðaglíma“

Aðgerðir þurfa að koma núna en ekki í einhverri framtíð.

By Miðjan

November 16, 2018

„Svona pólitísk fjölbragðaglíma; við höfum bara ekki efni á að taka þátt í henni. Nú verða þingmenn bara að standa við gefin loforð,“ sagði Rósa María Hjörvar, formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir fagnar orðum Rósu Maríu.

„Það er gott að sjá margar raddir tala einum rómi, síðast en ekki síst þegar málefnið er jafn ótrúlega mikilvægt. Kjarabætur til öryrkja í hvaða formi sem hægt er, stjórnvöld mega bara ekki líma saman það að skerðingar verði afnumdar eða minnkaðar og að almannatryggingakerfinu verði breytt. Jákvæðar aðgerðir þurfa að koma núna en ekki í einhverri framtíð. Rósa María Hjörvar formaður kjarahóps ÖBÍ kom þessu vel til skila.“