- Advertisement -

Pólitíkusar framselja vald til „apparats“

Rekstur sumra byggðasamlaganna er í molum s.s. Strætó bs. og SORPU bs.

Vigdís Hauksdóttir var á borgarráðsfundi í gær, þar sem hún bókaði:

„Stjórn Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er að ljúka fjárhags- og starfsáætlun 2020. Samtökin eru hliðarsjálf við kjörna fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu og leiðir til mikils kostnaðarauka fyrir útsvarsgreiðendur. Nú er boðað að fjölga eigi í starfsliði samtakanna og er það gagnrýnt mjög. Kjörnir fulltrúar fara með vald sem kjósendur fela þeim og það er óásættanlegt að framselja það vald til apparats sem er algjörlega óþarft. Gera verður kröfu á kjörna fulltrúa að þeir hafi yfirsýn yfir þau mál sem fyrir liggja s.s. betri stefnumótun í þeim málaflokkum sem sveitarfélögin vinna sameiginlega að, ásamt auknu frumkvæði og greiningu á hagsmunamálum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Tillagan er ókostnaðarmetin og ekki er getið um hvað ráða eigi marga nýja starfsmenn. Rekstur sumra byggðasamlaganna er í molum s.s. Strætó bs. og SORPU bs. Sá rekstur verður ekki bættur með fjölgun starfsmanna í starfsliði samtakanna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: