- Advertisement -

Pólitík VG hefur breyst í verkefnastjórn utan um Sjálfstæðisflokkinn

Ætlar virkilega enginn hér inni að taka ábyrgð á þessu klúðri?

Til að skapa þá tilfinningu meðal almennings að tími fúsks, vanhæfni og klíkuskapar væri liðinn.

„Þetta er ekki forysta, virðulegi forseti, þetta er eiginhagsmunasemi og flótti. Pólitík VG hefur breyst í verkefnastjórn utan um Sjálfstæðisflokkinn sem hefur frítt spil í þessari ríkisstjórn,“ sagði Krisrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í þingræðu um söluna á Íslandsbanka. „Það er svo miklu meira undir í þessu máli en einhverjir ráðherrastólar eða laskað traust til einstakra einstaklinga. Traust til stjórnmálanna hefur varla jafnað sig á þeim 14 árum sem liðin eru frá bankakrísunni, traust til fjármálakerfisins er enn lágt,“ sagði Kristrún og hélt áfram:

Kristrún:

Þetta reyndist ekki rétt og hrollur fór um fólk þegar sögur fóru að berast sem síðan voru staðfestar, um að fjölda smárra fjárfesta hefði verið hleypt inn á þessum afsláttarkjörum. Hlutur lífeyrissjóðanna var ekki yfirgnæfandi heldur þriðjungur.

„Samþykkt voru sérlög um sölu ríkisins á eignarhluta í fjármálafyrirtækjum sérstaklega til að fyrirbyggja þá stöðu sem nú er komin upp til að auka traust, til að skapa þá tilfinningu meðal almennings að tími fúsks, vanhæfni og klíkuskapar væri liðinn, að fólk tæki verkefninu alvarlega. Enginn hér inni hefur áhuga á að eiga við svona mál. Þetta eru gífurleg vonbrigði. Þetta hefur í grunninn ekkert með pólitíska hugmyndafræði að gera, enda birtist það svo skýrt í könnunum meðal almennings um þetta mál að þvert á flokka er fólk ósátt. 83% þjóðarinnar voru óánægð með bankasöluna samkvæmt skoðanakönnun Prósents síðasta vor. Þetta mál snýst um hæfni, ábyrgð og forystu. Ætlar virkilega enginn hér inni að taka ábyrgð á þessu klúðri?“ Síðan sagði Kristrún: „Förum alveg aftur til ársins 2012 þegar lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum voru samþykkt hér í þessu þingi. Þetta eru sérlög gagnvart öðrum lögum og skulu því ganga framar öðrum reglum sem kunna að gilda um sölumeðferðina. Í 3. gr., sem ber yfirskriftina Meginreglur um sölumeðferð segir eftirfarandi, með leyfi forseta:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis.“

Hæstvirtur fjármálaráðherra lýsti því einmitt yfir í fjölmiðlum þennan sama dag, með leyfi forseta, „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða“. Hann sagði lífeyrissjóði hafa komið sterkt inn með yfirgnæfandi meiri hluta í þessu útboði. Þetta voru hans orð.“

Hér kemur síðasta tilvitnunin í ræðu Kristrúnar.

„Þetta reyndist ekki rétt og hrollur fór um fólk þegar sögur fóru að berast sem síðan voru staðfestar, um að fjölda smárra fjárfesta hefði verið hleypt inn á þessum afsláttarkjörum. Hlutur lífeyrissjóðanna var ekki yfirgnæfandi heldur þriðjungur og einkafjárfestar með minni tilboð voru hátt í þriðjungur þeirra sem hleypt var að afslættinum, afslætti sem er nota bene ekki meitlaður í stein í svona ferli heldur svigrúm til að veita ef þörf er á, t.d. ef laða á að stóra, stönduga fjárfesta sem taka á sig mikla markaðsáhættu með því að kaupa stærri hlut sem þeir ætla að halda á, fjárfesta sem standa með bankanum.“

-sme

Hér er tengill inn á ræðuna alla.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: