- Advertisement -

„Pólitík er skrifuð í líkama öryrkja“

Eiríkur Smith sagði meðal annars þetta á málþingi Öryrkjabandalagsins:

„Pólitík er skrifuð í líkama öryrkja. Hann ber með sér sögu pólitískra ákvarðana; hvern niðurskurð, hverja skerðingu á tekjum, hverja bið eftir aðstoð og leiðréttingu, hverja skilyrðingu fyrir réttindum, hverja synjun á réttindum, hverja hindrun á réttlátri meðferð, hverja mismunun, hverja ásökun um bótasvik, hverja ákvörðun um endurgreiðslu vegna ofgreiðslu á lífeyri sem dugði þó aldrei til; hver ákvörðun sem tekin er snertir líkama öryrkja, ristir hann og merkir, eins og ör koma til í ofbeldissambandi. Staða öryrkja er EKKI afleiðing af ákvörðunum sem það sjálft hefur tekið og því síður af meintum brestum í persónuleika þeirra og uppleggi. Örorkan er ekki afleiðing af því hver þau eru. Aftur á móti eru öryrkjar – það hver þeir eru og hafa tækifæri til að verða – afleiðing af ákvörðunum annarra; ráðherra, stjórnmálafólks, embættismanna, sérfræðinga. Og það er ef til vill þar sem við ættum að beina umræðunni um svik og traust á almannatryggingakerfinu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: