- Advertisement -

Plottið gengur út á að berja niður laun

Allt tal um kerfislegt mikilvægi og þjóðarhag er yfirvarp, enda stenst það enga skoðun.

Gunnar Smári skrifar:

Plottið í kringum Icelandair er er að ná sem mestu fé úr ríkissjóði (hlutabótaleið, greiðsla launa á uppsagnarfresti, styrkur til að halda uppi flugsamgöngum plús ríkisábyrgð), fá núverandi hluthafa til að afskrifa hlutaféð niður í krónu á hlut (75% eftirlaunasjóðir almennings), fá ríkisbankanna til að sölutryggja hlutafé í útboði og halda á hlutafénu þar til það þykir öruggt fyrir vildarvini að kaupa það á krónu á hlut. Þá verður Icelandair selt eins og Borgun, út um bakdyrnar til ættingja og vina Bjarna Benediktssonar, kannski Kynnisferða í félagi við Samherja eða aðra sem auðgast hafa á kostnað almennings. Ef flugsamgöngur aukast ekki fljótlega og allt fer á versta veg, þá situr almenningur uppi með skaðann. Plottið gengur út á að berja niður laun, afskrifa hluti eftirlaunasjóða, ná sem mestu fé út úr ríkissjóði og færa félagið svo innvígðum og innmúruðum vildarvinum.

Þau sem ekki sjá þetta hafa annað hvort verið í dásvefni síðustu fjörutíu árin eða svo eða eru enn sofandi. Allt tal um kerfislegt mikilvægi og þjóðarhag er yfirvarp, enda stenst það enga skoðun. Við lifum í þeirri tegund af auðræði sem kallast þjófræði, þar sem stjórnvöld þjóna fyrst og síðast þeim sem sölsa undir sig eignum og auðlindum almennings. Á meðan þeir arðræna launafólk og níðast á hinum fátæku og valdalitlu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: