Björn Valur Gíslason skrifaði:
Það verður seint sagt um Bjarna Benediktsson að hann hafi verið farsæll hvorki sem formaður sjálfstæðisflokksins né almennt sem stjórnmálamaður nema að því leitinu til að hann hefur setið lengi að völdum. Bjarni var í forystusveit sjálfstæðisflokksins í aðdraganda Hrunsins og beitti þá áhrifum sínum fyrst og síðast til að bjarga sjálfum sér og sínu fólki undan áhrifum hrunsins eins og frægt var. Svo bættust við Panamaskjölin, flokks- frænd- og fjölskylduhygli í löngum bunum eftir því sem árin liðu sem hægt og bítandi rýrðu trúverðugleika hans jafnt innan flokks sem utan. Sjálfstæðisflokkurinn missti mikið fylgi í fyrstu kosningunum undir forystu Bjarna Benediktssonar og fylgishrunið hefur svo haldið áfram allt til dagsins í dag og hann nú sem formaður rúinn trausti flokksmanna og aðeins einn leikur eftir í stöðunni.
En Bjarni hefur reynst slyngur og slóttugur stjórnmálamaður og staðið af sér allar pólitískar atlögur og setið í ríkisstjórn eða í meirihluta á þingi allan sinn þingferil að fjórum árum undanskildum.
Það er svo í rauninni grátbroslegt að afsögn hans skuli verða til þess að starfsmaður hans í stjórnaráðinu, Jón Gunnarsson skuli setjast aftur á þing. Það fylgja því án nokkurs vafa blendnar tilfinningar inn þingflokks sjálfstæðisflokksins.
En plottið gekk upp.