- Advertisement -

Platar Bjarni almenning enn og aftur?

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Fjármálaráðherra kom fram í gær og sagði, að niðurskurður til öryrkja væri ekki niðurskurður!!

Meirihluti fjárlaganefndar skýrði frá því í gær, að framlag til öryrkja að fjárhæð 4 milljarðar hefði verið skorið niður í 2,9 milljarða. Þetta stendur svart á hvítu í tillögu meirihluta fjárlaganefndar.

En BB sagði, að þetta væri misskilningur. Þetta væri ekki niðurskurður. Þetta væri töf á ráðstöfun fjár, frestun á fjárnotkun; nákvæmlega sami hluturinn og niðurskurður. En BB sem er blekkingameistari reynir að plata almenning eina ferðina enn og segir, að hvítt sé svart og svart sé hvítt og nú er spurning hvort honum tekst að blekkja almenning eina ferðina enn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mörg önnur dæmi má nefna. T.d. stakk BB undir stól skýrslu um skattaskjólin, sem var tilbúin fyrir alþingiskosningar. Svandís Svavarsdóttir ráðherra kvartaði til umboðsmanns alþingis vegna þess máls. Umboðsmaður alþingis ræddi við BB og síðan sagði umboðsmaður, að með því að BB hefði beðist afsökunar væri ekki ástæða til neinna aðgerða í málinu. M.ö.o: BB komst upp með að stinga skýrslunni undir stól.

Eins var með Stundarmálið. Sett var lögbann á umfjöllun Stundarmálsins. Stundin mátti ekki fjalla um viðkvæm fjármál BB í Glitni banka. Það var einfaldlega sett lögbann á þessa umfjöllun. En lögbannið var dæmt ólöglegt og því aflétt. Fleiri dæmi mætti nefna en þetta verður látið nægja að sinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: