Fréttir

Pirringur úr hæstu hæðum

By Miðjan

June 16, 2020

Fáar byggingar, eða nokkrar, standa hærra í landinu en Moggahúsið, sem byggt er á „sprungusvæðinu“ ofan við Rauðavatn. Það er vindasamt þar upp frá. Í dag opinberast pirringur úr húsinu þar.

„Íslend­ing­ar eru al­mennt séð ekki nein­ir vit­leys­ing­ar. Hvernig stend­ur þá á því að það virðist grass­era hér út­breidd­ur mis­skiln­ing­ur um þýðing­ar­mestu mál, þrátt fyr­ir reglu­bundn­ar bein­ar út­send­ing­ar af frétta­manna­fund­um um þau sömu mál?

Íslend­ing­ar stóðu í þeirri trú að þeir hefðu haldið þannig um okk­ar veiru­mál að aðrar þjóðir væru græn­ar af öf­und. En hin ís­lenska leið hefði þýtt að fátítt væri að menn þar hefðu myndað mót­efni gegn henni. En það er þekkt að sá ár­ang­ur breyt­ist í al­gjöra and­stæðu sína ef ekki tekst að koma í veg fyr­ir að hingað komi fólk frá lönd­um með heil­brigðismál sín í al­gjörri upp­lausn.“

Næst er það Evrópusambandið og bévítis Mannréttindadómstóllinn:

„Rúm­en­ía er meðlim­ur ESB, en það hef­ur litlu breytt um stjórn­ar­far þar. Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn frægi gæti haft mikið að gera í mál­efn­um þar, væri hann ekki aðallega að sinna hlut­verki sem al­menn­ur áfrýj­un­ar­dóm­stóll fyr­ir Ísland, sem eng­in heim­ild er þó til um í ís­lensk­um lög­um.“

Aðeins fyrr segir í pirringi dagsins: „Ekki verður því trúað að við hér höf­um verið á und­an fylk­is- og borg­ar­stjór­um úr röðum demó­krata í Banda­ríkj­un­um sem ætla sér í framtíðinni að ráða fé­lags­fræðinga í stað lög­reglu­manna til að tala um fyr­ir glæpa­mönn­um sem ráðast inn á heim­ili fólks vopnaðir vél­byss­um.“