Pirringur dagsins
Sá þetta í Mogganum. Brynleifur Siglaugsson skrifaði:
Að láta embættismenn, sem að mínu mati veljast oftast í þau störf vegna getuleysis til að vinna á almennum markaði, greindarskorts, og hafa oftast ekki snefil af verksviti, setja reglur sem síðan kemur algjörlega ábyrgðarlaus ráðherra, sem þeir eru allir, alltaf á Íslandi, og samþykkir ávallt allt án athugasemda, er galið!
Í byrjun „farsóttarinnar“ var helsta áhyggjuefnið að ekki væru til nægilega margir líkpokar á landinu, síðan voru pantaðir með hraði nokkrir tugir öndunarvéla sem eru allar enn ónotaðar. Auðvitað hefur fólk veikst, það er gangur lífsins. Fólk hefur einnig látist. Það er líka gangur lífsins.