- Advertisement -

Pirraðir ráðamenn á Alþingi

Halldóra Mogensen:
„Ég vildi geta sagt að mér þætti leiðinlegt að hafa pirrað hæstvirtan fjármálaráðherra.“

„Ég vildi geta sagt að mér þætti leiðinlegt að hafa pirrað hæstvirtan fjármálaráðherra en mér þykir það bara ekkert leiðinlegt. Hæstvirtan fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum,“ sagði Halldóra Mogensen Pírati á Alþingi í gær. Hún hafði skömmu áður raskað jafnvægi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

„En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þetta mál hér í þingsal,“ sagði Bjarni fullur vandlætingar þar sem Halldóra hafði orðað að þingmenn og ráðherrar kæmu í veg fyrir eigin launahækkanir.

Ekki er langt um liðið síðan Bjarna misbauð að Björn Leví Gunnarsson gengi um þingsali á sokkaleistunum. „Á sitthvorum sokknum,“ sagði Bjarni ósáttur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nálgast þingforsetann af varúð.

Pirringur Bjarna er þó hjóm eitt í samanburði við vanda Steingríms J. Sigfússonar þingforseta. Það virðist vera undir hælinn lagt hvort hann sé í skapi til að halda þingfundi eða ekki. Hið minnsta er ljóst er að þingmenn verða að nálgast þingforsetann af varúð.

Í desember sem leið vara  þetta skrifað hér á Miðjuna:

Hann er stuttur þráðurinn í Steingrími J. Sigfússyni. Hann lætur þingmenn æsa sig svo upp að hann hækkar róminn og ber í borð. Það sæmir illa forseta Alþingis.

„Eitt verður ekki liðið, að þingmenn grípi fram í fyrir forseta sínum. Þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram,“ sagði hann, eða orgaði, á þingheim í dag.

Það er aumt, fyrir forsetann, að fá ekki athygli eða hafa stjórn á fundi án þess að láta eins og kjáni. Sú er nú samt staðan á Alþingi Íslendinga.

„Gagnrýni sem er réttmæt á það að málið hafi komið of seint fram á að sjálfsögðu einnig að koma á framfæri í umfjöllun um málið sem og að þinginu gefist of skammur tími til að skoða það ef það verður afgreitt fyrir áramót. Það er ævagömul venja hér að láta þingmenn ekki vanvirða dagskrána með þeim hætti að grauta saman umræðum um mál sem þegar eru á dagskrá fundar og taka þau undir öðrum liðum. Forverar mínir hafa hér mann fram af manni haldið mönnum við efnið í þessum efnum. Það þori ég að ábyrgjast með minni þingreynslu. Forseti er ekki að gera neitt annað en það sem fellur undir þá skyldu hans að halda góðri reglu á fundum,“ sagði forseti Alþingis í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: