- Advertisement -

Pirraði þingmaðurinn tjáir gremju sína

„Vestfirðingum er haldið í HER-KVÍ..... Má það? líklega svo aðrir landsmenn blandist ekki þeim villta stofni sem býr þar.“

Vestfirðingurinn, Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar, er ekki sátt með hvert stefnir með fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Hún skrifar um fleiri atriði og segist vera pirruð fyrir allan peninginn.

„Vestfirðingar fá ekki að halda laxi í sjókví, þeir fá ekki að leggja vegi um skóg, þeir fá rafmagn í tunnum takmarkað.

Vestfirðingum er haldið í HER-KVÍ….. Má það? líklega svo aðrir landsmenn blandist ekki þeim villta stofni sem býr þar.

Fyrst hélt ég að einhver skaði hafi átt sér stað. Fyrirtækið hafi orðið upplýst af einhverjum svikum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nei hér er enn eina ferðina bara kerfin að takast á og á meðan er öllu haldið í her-kví.

Hvað tekur nú við? Maður hélt sig vera komin í aðrar búðir á leið á tindinn.

Ég er pirruð fyrir allan peninginn.“

Pétur G. Markan í Súðavík er á svipuðum nótum:

„Þessi úrskurður er áfellisdómur yfir eftirlitsstofnunun. Það er raunarlegt að helsti mótvindur uppbyggingar á Vestfjörðum séu okkar eigin stofnanir. Fullar af prívatvegferðum og getuleysi.

Getuleysi sem hefur bein áhrif á fjölda fjölskyldna.

Stundum er talað um hafísavetur – það ríkir stofnanavetur á Vestfjörðum.

Blokka – kæfa og tefja allt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: