- Advertisement -

Píratar vilja lögreglustofnun Alþingis

Það er hins vegar mikilvægt að þessi stofnun sé almennilega sjálfstæð.

„Alþingi ályktar að fela forseta Alþingis að leggja fyrir forsætisnefnd Alþingis að semja lagafrumvarp um sérstaka stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu.“

Þannig hljómar þingsályktunartillaga þingflokks Pírata.

„Ef einhver stofnun, óháð vinnuveitandanum, á t.d. að fara að taka ákvarðanir um meint brot lögreglumanns í starfi skil ég ekki hvernig það á að ganga upp. Ég skil ekki heldur nauðsyn þess að einhver stofnun á vegum Alþingis, lögreglustofnun Alþingis, taki við því verkefni dómstóla, eins og ég sagði áðan, að samþykkja símhleranir og húsleitir. Mig langar til þess að spyrja: Hefur þingmaðurinn eða flutningsmenn einhverjar hugmyndir um það hversu fjölmenn þessi stofnun ætti að vera, hver rekstrarkostnaðurinn ætti að vera? Ætti að greiða hann úr ríkissjóði? Ætti þessi stofnun að taka við tilteknum verkefnum dómstóla?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þannig spurði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki og Helgi Hrafn Gunnarsson svaraði:

Svo spurði háttvirtur þingmaður einnig um hversu fjölmenn sú stofnun yrði. Ég get ekki tilgreint neina nákvæma tölu. Hún yrði ekkert endilega mikið fjölmennari en t.d. nefnd um eftirlit með lögreglu. Það er hins vegar mikilvægt að þessi stofnun sé almennilega sjálfstæð og ekki t.d. undir dómsmálaráðuneytinu, að hún hafi rannsóknarheimildir og að hún hafi viðurlagaheimildir sem núverandi nefnd hefur ekki en ég sé ekki fram á að hún yrði viðamikil eða fjölmenn. Ég sé það ekki fyrir mér.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: