Fréttir

Píratar verri en Sjálfstæðisflokkurinn

By Ritstjórn

July 26, 2019

Eva Ísfold Lind Þuríðardóttir, sem lengi gegndi störfum fyrir Pírata, er í viðtali á eyjan/dv.is þar sem hún fer ófögrum orðum um Pírata, en flokkurinn er í miklum innanhússvanda.

Í fréttinni segir á einum stað:

„Eva Lind segir gífurlegt andlegt ofbeldi vera stundað innan Pírata. „Þetta er mjög ofbeldisfull hreyfing. Þetta er ormagryfja og ég gat ekki barist þarna lengur. Ég er uppalin í Valhöll og þekki menninguna í Sjálfstæðisflokknum. En hún er hátíð miðað við þetta. Aldrei nokkurn tíma hefur verið drullað jafnmikið yfir mig né ég kölluð jafnmörgum ljótum nöfnum í nokkrum hópi,“ segir Eva Lind.“

Hópur inna Pírata hefur stigið fram til að mótmæla „aðförinni“ að Birgittu Jónsdóttur og því sem fram fór á eftirtektvarverðum fundi Pírata. . Undirskriftasöfnunin „Ekki í mínu nafni“ fer fram á is.petitions.net og í texta síðunnar segir:

„Við undirrituð, félagar í Pírötum, hörmum þá atburðarás sem átti sér stað á félagsfundi mánudaginn 15. júlí síðastliðinn.Umræddur fundur var félagsfundur og auglýstur sem slíkur og hvergi í fundarboði kom fram að persónulegt uppgjör milli nokkurra félagsmanna skyldi eiga sér stað.

Þingmenn Pírata og annað valdafólk innan flokksins sem tóku til máls á fundinum fóru offari gegn einum félagsmanni. Sú opinbera aðför, óháð því hvaða stöðu umræddur félagsmaður gegndi áður og hvað kann að hafa farið aðila á milli fyrr, er með öllu ólíðandi.Öllum skal sýnd kurteisi og virðing, sérstaklega þegar rætt er um og/eða talað til ákveðinna einstaklinga.

Framkoma þeirra sem fóru offari á fyrrnefndum fundi er ámælisverð, engum til gagns, og ber að fordæma.Þá skyldi ekki líta hjá stöðu þeirra sem um ræðir, en það traust sem fulltrúum grasrótar á Alþingi er falið er ekki sjálfsagður hlutur og bíður eðlilega hnekki, innan hreyfingarinnar sem utan, þegar komið er fram með þessum hætti.“