- Advertisement -

Píratar styðja baráttu launafólks

Að ríkisstjórnin gæti sanngirni í viðræðum sínum við launafólk.

„Þingflokkur Pírata styður baráttu launafólks fyrir bættum kjörum, réttlátara samfélagi og sanngjarnara skattkerfi. Það er sjálfsagt að krefjast samfélags sem býður vinnandi fólki mannsæmandi líf. Þingflokkur Pírata er jafnframt sammála kröfum launafólks um tafarlausar aðgerðir til að tryggja öllum aðgang að öruggu húsnæði sem og aðgengi allra að opinberri heilbrigðisþjónustu. Slíkra grundvallarmannréttinda eiga allir að njóta.“

Þetta skrifar Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.

„Þróun viðræðna verkalýðshreyfinga og stjórnvalda veldur þingflokki Pírata þungum áhyggjum. Sein viðbrögð og viljaleysi ríkisstjórnarinnar til þess að koma til móts við eðlilegar og réttmætar kröfur launafólks stendur í vegi fyrir þvi að sátt náist á vinnumarkaði,“ segir hún og bætir við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þingflokkur Pírata gerir þá kröfu að ríkisstjórnin gæti sanngirni í viðræðum sínum við launafólk, án hennar getur aldrei myndast stöðugleiki og sátt í íslensku samfélagi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: