- Advertisement -

Píratar skrópa vegna Piu

„Þing­flokk­ur Pírata hef­ur ákveðið að sniðganga hátíðar­fund Alþing­is sem fram fer á Þing­völl­um í dag.

Ástæðan er ófor­svar­an­leg ákvörðun um að bjóða ein­um helsta höf­undi og tals­manni út­lend­inga­andúðar í Evr­ópu að ávarpa Alþingi á Þing­völl­um á ald­araf­mæli full­veld­is Íslend­inga. Eng­in hefð er fyr­ir því að er­lend­ir gest­ir ávarpi þing­fundi af þessu tagi og eng­in nauðsyn var því að bjóða Piu Kjærs­ga­ard að ávarpa hátíðar­fund á Þing­völll­um. Hátíðar­fund­ir eiga að efla sam­stöðu þjóðar­inn­ar, ekki að verða vett­vang­ur fyr­ir mál­svara sundr­ung­ar.

Hátíðar­höld sem þessi eru vandmeðfar­in á tím­um upp­gangs þjóðern­is­hyggju um víða ver­öld. Það er sjálfsagt og eðli­legt að fagna tíma­mót­um sem þess­um en það er var­huga­vert að gefa þjóðern­is­hyggju á nokk­urn hátt und­ir fót­inn við slík til­efni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðern­is­hyggju í henn­ar nafni.

Piu Kjærs­ga­ard var boðið á Alþingi vegna þess embætt­is sem hún gegn­ir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sú staðreynd að stofn­andi eins mann­fjand­sam­leg­asta flokks Norður­land­anna sitji sem for­seti danska þings­ins er í sjálfu sér mikið áhyggju­efni.

Að utanþings­manni sem hef­ur unnið jafn öt­ul­lega að því að ala á sundr­ungu, út­lend­inga­h­atri og Pia Kjærs­ga­ard hef­ur gert sé boðið heiðursávarp á hátíðar­fundi sem sam­eina ætti okk­ur Íslend­inga, burt­séð frá trú okk­ar og upp­runa er hneyksli.

Þing­flokk­ur Pírata vill koma því á fram­færi að þessi ákvörðun reynd­ist okk­ur erfið. Upp­haf­lega stóð til að taka þátt í hátíðar­höld­um og segja má að við höf­um flotið sof­andi að feigðarósi þar sem per­sóna heiðurs­gests­ins varð okk­ur ekki ljós fyrr en við frétta­flutn­ing í gær.

Grunn­stefna Pírata býður okk­ur eft­ir sem áður að skipta um skoðun í ljósi nýrra upp­lýs­inga og við get­um ekki, sam­visku okk­ar vegna, tekið þátt í því að heiðra mann­eskju sem ber hvorki virðingu fyr­ir mann­eskj­um af öðrum upp­runa en sín­um eig­in, né grunn­gild­um allra heil­brigðra lýðræðis­sam­fé­laga. Með slíku er minn­ingu um full­veld­is­lög Íslend­inga eng­inn greiði gerður.

Á þess­um tíma­mót­um ósk­um við Íslend­ing­um til ham­ingju með áfang­ann og þökk­um sömu­leiðis öll­um þeim sem komu að und­ir­bún­ingi hátíðar­hald­anna. Okk­ur þykir þetta leitt en við sáum okk­ur eng­an ann­an kost en að láta sam­visk­una ráða ferð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: