- Advertisement -

Píratar: Óábyrg launahækkun aðalsins

„Þingflokkur Pírata telur óábyrgt að laun þingmanna og ráðherra hækki undir þeim sögulegu kringumstæðum sem skapast hafa vegna útbreiðslu COVID-19,“ segir í ályktun þingflokks Pírata.

„Þingflokkur Pírata leggur því til að launahækkun þingmanna og ráðherra frá 1. janúar síðastliðnum falli niður. Þingflokkurinn telur sömuleiðis rétt að fyrirhugaðar lögbundnar launahækkanir þingmanna og ráðherra komi ekki til fyrr en að næstu Alþingiskosningum afloknum.
Þingflokkur Pírata mun leitast eftir samráði og samstarfi við alla flokka sem sæti eiga á Alþingi um útfærslu á tillögunum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: