- Advertisement -

Píratar, húrra, húrra, húrra

Ef eitthvert ljós er yfir þingheimi kemur það frá Pírötum.

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar.

Frammistaða Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í Silfrinu í gær var eftirtektarverð. Hún tefldi þar fjöltefli og vann á öllum borðum. Hún mátaði Ögmund Jónasson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Og það af öryggi.

Lökustu vörnina átti Áslaug Arna sem sagði upplestur Þórhildar Sunnu, á orðum Sigríðar Á. Andersen, vera dæmi um þá pólitík sem Píratar stunda. Það var hrósyrði hið mesta.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þau mátt sín lítils gegn Þórhildi Sunnu í Silfri gærdagsins.

Þórhildur Sunna átti mjög sterkan leik þegar hún játaði á sig mistök að hafa ekki óskað eftir að Alþingi kysi um hvert dómaraefni en ekki allan hópinn í einni atkvæðagreiðslu.

Þó verður að telja Sigmundi Davíð það til tekna að hafa þor til að segja hið augljósa. Það er að Katrín Jakobsdóttir rak Sigríði Á. Andersen úr ríkisstjórninni. Víst er að það verður geymt en ekki gleymt. Valhöll gleymir ekki svo glöggt.

Þórhildur Sunna stóð sig með fádæmum vel. Hún var ein á móti öllum hinum. Það truflaði hana ekki. Ef eitthvert ljós er yfir þingheimi kemur það frá Pírötum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: