- Advertisement -

„Persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun“

„Þetta er að sjálfsögðu ekki hægt, þar sem þá væri verið að skattleggja hálaunafólkið félaga auðmannsins sem er í stóli fjármálaráðherra.“

Marinó G. Njálsson.

Marinó G. Njálsson hefur skoðanir á hugmyndinni um hækkun persónuafsláttar.

„Hvernig sem stóð á því, þá dugði persónuafsláttur ekki bara fyrir því að gera lágmarkslaun skattfrjáls árið 1988, heldur var afgangur af persónuafslættinum. Hvernig fer það saman við að ríkið sé að tapa á því að gefa eftir peninga sem það tók ekki á sínum tíma?

Persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun og þess vegna hefur sífellt þyngri skattheimta af lægstu launum orðið til þess, að ríkissjóður yrði hugsanlega af háum upphæðum við að leiðrétta hlutina. Lausnin á þessu er hins vegar ákaflega einföld. Hún er að skattar eru hækkaðir á þá með hærri launin, þar til búið er að vinna hækkun persónuafsláttar til þeirra. Hinir með lægri launin eru bara einfaldlega að fá til baka það sem ríkið hefur oftekið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er að sjálfsögðu ekki hægt, þar sem þá væri verið að skattleggja hálaunafólkið félaga auðmannsins sem er í stóli fjármálaráðherra. Þeir sem eru með hærri tekjur hafa alveg getu til að greiða hærri skatta, ef það getur leitt til þess að þeir sem eru með lægri tekjurnar geti færst nær því að framfleyta sér af sínum aumu tekjum, hvort sem það eru launatekjur eða lífeyristekjur öryrkja og aldraðra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: