- Advertisement -

Peningum verði skilað til réttra eigenda

„Nú vill svo vel til að ríkið á bankana enn að mestu. Verðmæti þeirra byggist einmitt á endurheimt lána, nákvæmlega því sem þeir fengu með afslætti, en innheimtu svo hjá heimilum og smáfyrirtækjum.“

Ragnar Önundarson skrifar: Nýju bankarnir fengu að kaupa lánasöfn gömlu bankanna með miklum afslætti. Þeir gátu samt innheimt flestar kröfur að fullu og þannig fengið afsláttinn af þeim kröfum til ráðstöfunar. Svonefnd ,,kerfislega mikilvæg” fyrirtæki fengu lán afskrifuð án þrotameðferðar. Í því fólust gjafir til hluthafa þeirra, á sama tím og gengið var að heimilum og smáfyrirtækjum.

Það sem meira og verra er, eignir sem bankarnir leystu til sín á nauðungaruppboðum voru margar seldar síðar með hagnaði. Lögformlega er þetta í lagi, en ekki siðferðilega.

Nú vill svo vel til að ríkið á bankana enn að mestu. Verðmæti þeirra byggist einmitt á endurheimt lána, nákvæmlega því sem þeir fengu með afslætti, en innheimtu svo hjá heimilum og smáfyrirtækjum.

Jafnræðisreglan leyfir ekki þá gríðarlegu mismunun sem í meðferð innheimtumála þessara ríkisstofnana fólst.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er tillaga mín að rakið verði hver uppruni þessarar ríkiseignar er. Lið fyrir lið, eign fyrir eign, viðskiptavin fyrir viðskiptavin, og … svo verði peningunum skilað til réttra eigenda.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: