Ríkið á til að setja auka álögur á okkur. Þá oftast undir yfirskini að peninga eigi að nota í aðkallandi verkefni. Varnargarðurinn við Svartsengi er nýjasta dæmið. Í nýlegri frétt Miðjunnar sagði frá hvernig ráðuneyti Bjarna Benediktssonar hafði misfarið með peninga sem heyrðu undir allt annað en þeir voru notaðir til.
Auðvitað er þetta grafalvarlegt. Að ráðherrar fari frjálsum höndum um peninga sem eiga að fara áður ákveðin verkefni. Þetta er í raun galið.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, skrifar grein í Mogga dagsins. Hér er síðasti hluti greinarinnar:
„Ríkið innheimti af skattgreiðendum í fyrra rúma 3,8 milljarða í ofanflóðasjóð, sem nýttur er í varnir gegn ofanflóðum. Sjóðurinn fékk hins vegar bara 2,7 milljarða í sinn hlut til að sinna sínum vörnum. Ríkið notaði rúman milljarð af gjaldinu í annað. Á síðustu árum hefur ríkið tekið 15 milljarða af þessu gjaldi og sett í önnur verkefni en að verja byggðir fyrir snjó og aurflóðum. Sagan segir okkur því skýrt að ríkið hikar ekki við að skattleggja fólk og fyrirtæki í því skyni að verja byggðir fyrir náttúruhamförum, en nýtir svo stóran hluta peningsins í annað. Það er ekki sanngjarnt gagnvart fólkinu sem á að verja.“
Hvað kallast það í mannheimum þegar einhver tekur peninga og notar þá í eitthvað langt frá því sem þeim var ætlað.