Fólk þurfi að velja á milli þess að hafa örugga vegi eða borga veggjöld.
„Með þessari samgönguáætlun er almenningi stillt upp við vegg: Peningana eða lífið, segir ríkisstjórnin, eins og bófarnir í Lukku-Láka forðum. Hvers vegna segi ég það? Vegna þess að allar mikilvægustu samgönguúrbætur áætlunarinnar eru teknar út úr áætluninni. Allar úrbætur á lífshættulegum vegum, sem ættu að vera í fyrsta forgangi, verða ekki að veruleika nema almenningur reiði fram peningana í formi veggjalda, eða búi áfram við lífshættulega vegi um landið vítt og breitt.“
Sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati við atkvæðagreiðslu um samgönguáætlunina.
„Hvernig sem á þessar óljósu áætlanir og hótanir er litið er ljóst að veggjöld munu leggjast þyngst á þá sem minnst hafa. Við stöndum ekki í vegi fyrir því að ríkisstjórnin setji sér samgönguáætlun en við mótmælum þessari forgangsröðun og við mótmælum þeirri uppstillingu að fólk þurfi að velja á milli þess að hafa örugga vegi eða borga veggjöld.“