- Advertisement -

Partíið í Landi tækifæranna

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, skrifar fína grein í Moggann í dag:

Fjár­málaráðherra hef­ur upp­lýst að mark­miðið hafi ekki verið að fá hæsta verðið, held­ur selja rétt­um aðilum.

Á dög­un­um fór fram sala á 22,5% af banka til fag­fjár­festa. Áður var búið að selja 35% af hon­um og fyr­ir­hugað er að selja all­an bank­ann því þá verður hann að öllu leyti í einka­eigu sem þykir ægi­lega gott því fyr­ir­tæki með tug­millj­arða hagnað á víst alls ekki að vera í rík­is­eigu.

Þetta var spenn­andi tæki­færi og eft­ir­spurn­in meiri en fram­boðið. Maður skyldi ætla að þar með feng­ist hærra verð fyr­ir bank­ann en við var bú­ist, því þannig virk­ar lög­málið um fram­boð og eft­ir­spurn. En við sem ekki erum út­val­in eig­um núna að skilja að markaðslög­mál­in eigi ekki við á markaðnum. Því þegar verið er að selja vel völd­um fag­fjár­fest­um banka er venj­an að gefa af­slátt af því sem marg­ir vilja kaupa. Fjár­málaráðherra hef­ur upp­lýst að mark­miðið hafi ekki verið að fá hæsta verðið, held­ur selja rétt­um aðilum. Enn er ekki ljóst hverj­ir þeir eru og það er ekk­ert víst að fjár­málaráðherra fái að vita það frek­ar en við, því það er eins lík­legt að það verði bara nöfn á ein­hverj­um fjár­fest­inga­sjóðum sem hugs­an­lega heita group-eitt­hvað, án þess að nokk­urn tím­ann verði gefið upp hverj­ir standi raun­veru­lega á bak við þá.

Mun sauðsvart­ur almúg­inn sem ekki er með í par­tí­inu eiga að borga þrif­in eins og síðast?

Við vit­um reynd­ar um nokkra inn­herja sem fengu að kaupa, en hvað gerði þá hæfa fjár­festa um­fram okk­ur hin er ekki ljóst á þess­ari stundu.

Einn þeirra keypti í gegn­um fé­lag sem er með nei­kvæða eig­in­fjár­stöðu upp á 135 millj­ón­ir. Ann­ar sér­val­inn snill­ing­ur rak einka­hluta­fé­lag sitt í þrot árið 2015 vegna skulda við um­rædd­an banka en þykir samt hæf­ur til stjórn­ar­setu í hon­um(!). Árið 2008 fékk fé­lag í hans eigu 233 millj­ón­ir að láni hjá Íslands­banka (Glitni) til hluta­bréfa­kaupa en varð gjaldþrota árið 2015 og skuldaði þá 313 millj­ón­ir. EKK­ERT fékkst upp í skuld­irn­ar.

Get­ur verið að bank­inn hafi líka lánað hon­um fé til hluta­bréfa­kaupa núna?

Greini­lega eru vel vald­ir eðal­fjár­fest­ar í þessu par­tíi.

Já það er aft­ur byrjað partí á Íslandi eins og 2007 og kannski ekki skrýtið að fjár­málaráðherra full­yrði ít­rekað að heim­il­in á Íslandi hafi aldrei haft það betra því þetta er skemmti­legt partí.

En á sama tíma ber­ast fregn­ir af því að ein­stætt for­eldri á lág­marks­laun­um sé tækni­lega gjaldþrota og þar vanti 83.000 í hverj­um mánuði upp á að það geti fram­fleytt sér og að hjá pari með tvö börn sé rekstr­ar­hall­inn tæp­ar 90.000 á mánuði.

Ætli það sé fólkið sem mun sitja uppi með timb­ur­menn­ina þegar par­tí­inu lýk­ur?

Mun sauðsvart­ur almúg­inn sem ekki er með í par­tí­inu eiga að borga þrif­in eins og síðast?

Flokk­ur fólks­ins seg­ir NEI við því. Aldrei aft­ur!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: