- Advertisement -

Pálmatrén eru enn í raunhæfismati

„Ekki aðeins óraunhæft heldur hrein og klár vitleysa.“

Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn og formaður borgarráðs.

„Flokkur fólksins spurði hvað væri að frétta af raunhæfismati á útilistaverki í Vogabyggð. Fram kemur að raunhæfismatið er ekki hafið en er á dagskrá. Matið verður unnið af óháðum ráðgjöfum ásamt sérfræðingum umhverfis- og skipulagssviðs. Áætlaður kostnaður við raunhæfismatið liggur ekki fyrir,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur Flokki fólksins.

„Í raunhæfismatsferlinu á að planta trjám á opnum svæðum og athuga hvort þau lifi. Þetta getur tekið mörg ár og orðið ansi fjárfrekt. Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á að nú þegar hafa sterkar vísbendingar komið fram um að þetta gangi ekki, sé ekki aðeins óraunhæft heldur hrein og klár vitleysa,“ segir Kolbrún.

„Mörgum finnst það stórt álitamál og jafnvel ábyrgðarhluti að borgarmeirihlutinn ætli að verja bæði tíma og  fjármagni í eitthvað sem er ljóst  að muni ekki ganga. Hér er gott dæmi þess hvernig fé og tíma er eytt í gæluverkefni í stað þess að huga að þarfari hlutum eins og að styrkja grunnþjónustu. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að verið sé að teygja málið því meirihlutinn á erfitt með að viðurkenna mistök. En gerði hann það, væri hann maður að meiri!“

Borgarráðsfulltrúum meirihlutans var ekki skemmt. Þau bókuðu. „Ekki er verið að „teygja“ málið líkt og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins heldur fram heldur kemur beinlínis fram í svarinu eftirfarandi: „Ekki eru tafir á undirbúningsvinnu eða framkvæmdum í Vogabyggð vegna raunhæfismatsins“.“

Kolbrún svaraði: „Það geta öllum orðið á mistök og er tímabært að skipulagsyfirvöld viðurkenni klúður sitt varðandi þetta pálmadæmi í Vogahverfi og spari þar með  borgarbúum óþarfa útgjöld.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: