- Advertisement -

Palli reynir að snapa fæting

Páll Magnússon, þingmaður flokksins, lætur sem hann sé ekki bara svekktur, heldur í fýlu. Og það umtalsverðri. Ástæðuna sem hann finnur að þessu sinni eru pistlar Braga Páls Sigurðarsonar um upplifun hans af Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Bragi Páll tók vissulega fast til orða og fullyrti að svo og svo margir Íslendingar væru sammála sér. Það er að mikill meirihluti landsmanna litu landsfund flokksins sömu augum og hann gerir. Þar gætir ónákvæmni hjá Braga Páli. Þetta veit enginn.

Svo margt skrifaði Bragi Páll að ekki er hægt að vera sammála honum í einu og öllu. En í sumu, auðvitað. Auðvitað er landsfundur sérstök samkoma. Hér verður ekki fjallað um niðurstöður kosninga þar og hversu illa allir þar virðast að sér í reikningi.

Páll Magnússon hefur ákveðið að leggja í einakstríð, kannski á að segja sýndarstríð, við Braga Pál og Stundina. Stríð sem hann getur ekki unnið. Þau á Stundinni hafa svarað Páli með afgerandi hætti. Þau hafa rifjað upp ótrúleg og óheppileg ummæli hans, hér og þar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Páll vill ekki gefast upp. Hann reynir allt sem hann getur til að snapa fæting. Fæting sem hann á ekkert erindi í. Kannski vill Páll ganga í augu foringja síns. Eða kannski er hann almennt í svona vondu skapi. Víst er að tugþúndir Íslendinga fylgjast undrandi með landsfundi flokksins, og þykir fátt til koma.

e.s. ein viðbót við umfjallnir um landsfundinn. Þar sannaðist enn og aftur yfirburðastaða Bjarna Benediktssonar. En geta ekki allir verið sammála að stöðu sína hefur Bjarni ekki öðlast með ræðumennsku. Merkilegt er hversu svo valdamikill maður skuli vera eins slakur ræðumaður og Bjarni er.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: