- Advertisement -

Páll talaði og þá setti hroll að Ragnheiði

Páll Magnússon, þingmaður Flokksins og formaður allsherjarnefndar, segir þörf á að dómsmálaráðherra fái „verkfæri“ til að reka þær löggur sem fara út af brautinni. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem sat lengi á þingi fyrir Flokkinn, horfði á flokksbróður sinn tjá sig  um óþekku löggurnar. Hún skrifaði:

„Í fréttum er rætt um átök, deilur og einelti innan Lögregluumdæmis Suðurnesja, margt sagt, margt óljóst og við sem vitum lítið segjum fátt um þá deilu. En í umræðunni kom samt eftirfarandi fram:

„Ég held að það hljóti að koma til endurskoðunar og athugunar með hvaða hætti skipað er í æðstu embætti lögreglunnar. Þjóðin á þá lágmarkskröfu að yfirmenn innan lögreglunnar séu nokkurn veginn til friðs,” sagði Páll Magnússon 1 þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.“

Þetta kætti alls ekki Ragnheiði: „Elsku FB vinir, það setur alltaf að mér hroll þegar þingmenn tala í nafni þjóðar og þegar sagt er; …„að yfirmenn innan lögreglunnar séu nokkurn veginn til friðs,” þá verð ég bara mjög hugsi og velti því fyrir mér hvar erum við stödd í samfélagsumræðunni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: