Andstaða nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, við hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu, varð til þess að hið minnsta er búið að fresta hækkuninni. Trúlegast verður hún blásin af, fyrir fullt og allt.
Rök þingmannanna, ekki síst Páls Magnússonar, hafa verið að hækkuninni kæmi verst við smærri fyrirtæki á landsbyggðinni. Páll Magnússon, sem er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis var, og er eflaust enn, ósáttur við að hafa ekki orðið ráðherra. Hinn tæpi þingmeirihluti stjórnarinnar verður hann að falli í þessu máli. Stjórnarandstæðingar hafa, í þættinum Svartfugli, lýst yfir að þeir muni ekki draga ríkistjórnina að landi í málinu.
Uppgjöf ríkisstjórnarinnar, í málinu, verður ekki viðurkennt. Ekki að sinni. Látið er sem að málinu verður frestað um hálft ár, frá miðju ári 2018 til ársbyrjunnar árið 2019.
Svo verður ekki, sökum þess að ríkisstjórninni hefur ekki mátt til að framkvæma vilja sinn. Ráðherrar, ekki síst fjármálaráðherra, hafa barist fyrir málinu. Hart hefur verið barist gegn málinu, innan stjórnmálanna og ekki síst utan þeirra.
Veik staða ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hefur opinberast. Andstaðan, sem reið baggamuninni í þessari fyrsti sneypuför ríkisstjórnarinnar, kom úr hennar eigin liði.
Sigurjón M. Egilsson.